Iceland Express International - dagskrá dagsins

Annar dagur alþjóðlega badmintonmótsins Iceland Express International fer fram í dag föstudag. Leikið verður fram í undanúrslit í öllum greinum þ.e. einliða-, tvíliða- og tvenndarleik. Keppni hefst kl. 11.00 á tvenndarleik. Hægt er að smella hér til að skoða leiki dagsins.

Gróf dagskrá er hinsvegar eftirfarandi.

Kl. 11.00-12.00 Tvenndarleikur - 16 liða úrslit
Kl. 11.30-13.30 Einliðaleikur karla - 32 liða úrslit
Kl. 13.30-16.00 Einliðaleikur kvenna - 32 liða úrslit
Kl. 16.00-17.00 Tvíliðaleikur karla - 16 liða úrslit
Kl. 17.00-18.00 Tvíliðaleikur kvenna - 16 liða úrslit
Kl. 18.00-19.20 Einliðaleikur karla - 16 liða úrslit
Kl. 19.20-21.00 Einliðaleikur kvenna - 16 liða úrslit

Skrifað 9. nóvember, 2007
ALS