Sigur gegn Ungverjalandi

Karlalandsliðið sigraði í dag landslið Ungverja á Evrópumótinu í Póllandi 3-2. Einn einliðaleikur endaði með sigri okkar manna og báðir tvíliðaleikirnir.

Helgi Jóhannesson tapaði í einliðaleik fyrir Henrik Toth 11-21 og 5-21. Toth er í 113. sæti heimslistans en Helgi í 258. sæti. Magnús Ingi Helgason tapaði í einliðaleik eftir oddalotu fyrir Kristof Horvath 17-21, 21-13 og 14-21. Atli Jóhannesson sigraði einliðaleik sinn gegn Andras Nemeth 21-16 og 21-12.

Tvíliðaleikina spiluðu Magnús og Kári Gunnarsson, nýliðinn í karlalandsliðinu, gegn Toth og Hovath og bræðurnir Helgi og Atli gegn Balazs Bolos og Janos Megyesi. Magnús og Káru unnu 21-13 og 21-15. Helgi og Atli unnu 21-13 og 21-6.

Þetta var síðasti leikur karlalandsliðsins og höfnuðu þeir í fjórða sæti A-riðilsins. Danmörk vann riðilinn en þeim er jafnframt spáð sigri á mótinu. Í öðru sæti urðu Finnar, Króatar í því þriðja. Ungverjar eru í fimmta og neðsta sæti riðilsins. Efstu lið riðlanna keppa á morgun, föstudag.

Til að sjá fleiri úrslit á mótinu smellið hér.

Skrifað 18. febrúar, 2010
mg