Kvennalandsli­i­ tapa­i fyrir Spßni

Í dag spilaði íslenska kvennalandsliðið gegn Spánverjum á Evrópumóti landsliða karla- og kvennaliða og tapaði 3-2.

Ragna Ingólfsdóttir tapaði naumlega í einliðaleik fyrir Carolina Marin 19-21 og 22-24. Karitas Ósk Ólafsdóttir tapaði í einliðaleik fyrir Beatriz Corrales 9-21 og 12-21. Tinna Helgadóttir sigraði einliðaleik sinn gegn Laura Molina 21-11 og 21-18.

Í tvíliðaleik sigruðu Ragna og Karitas Ósk eftir oddalotu Laura Martin og Ana Maria Martin 21-15, 18-21 og 21-18. Tinna og Snjólaug Jóhannsdóttir töpuðu tvíliðaleik sínum á móti Sandra Chirlaque og Beatriz Corralez 17-21 og 14-21.

Þetta var síðasti leikur kvennalandsliðsins sem endaði í þriðja sæti D-riðilsins á Evrópumótinu. Þýskaland vann riðilinn og Spánn lenti í öðru sæti. Í fjórða og síðasta sæti enduðu Svíar. Á morgun spila efstu löndin í hverjum riðli. Íslenska kvennalandsliðið hefur því lokið keppni á Evrópumótinu.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á mótinu.

Skrifa­ 18. febr˙ar, 2010
mg