Tap gegn Finnlandi

Íslenska karlalandsliðið spilaði við Finna á Evrópumótinu í dag.  Þeir töpuðu 4-1.  Fyrirfram var vitað að erfitt væri að eiga við sterkt lið Finna en Finnar eiga marga mjög sterka badmintonspilara. 

Leikurinn sem Íslendingar unnu var tvíliðaleikur Helga Jóhannessonar og Magnúsar Inga Helgasonar við Makko Vikman og Kasper Lehikoinen.  Leikurinn fór í odd og endaði með sigri Helga og Magnúsar 21-19, 21-23 og 21-15.  Helgi tapaði einliðaleik gegn Ville Lang 19-21 og 16-21.  Magnús tapaði einliðaleik gegn Eetu Heino 10-21 og 17-21.  Kári Gunnarsson tapaði einnig sínum einliðaleik fyrir Kasper Kehikoinen 16-21 og 18-21. 

Tvíliðaleikur Atla Jóhannessonar og Kára endaði með sigri Eetu Heino og Marko Pyykönen 19-21 og 20-22.  Íslenska karlalandsliðið hefur því tapað þremur leikjum á mótinu en spilar við Ungverjaland á morgun klukkan 10. 

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á mótinu.

Skrifað 17. febrúar, 2010
mg