Sigur á Svíum

Íslenska kvennalandsliðið keppti við Svía í morgun á Evrópumótinu í Póllandi og bar sigur úr bítum.  Leikirnir enduðu 4-1 fyrir Ísland. 

Ragna vann Sophia Hansson, sterkustu badmintonkonu Svía, 22-20 og 21-17.  Hansson er í 95. sæti heimslistans.  Tinna Helgadóttir vann í oddalotu Jessica Carlsson 21-18, 11-21 og 21-16.  Snjólaug Jóhannsdóttir tapaði fyrir Elinor Widh 18-21 og 15-21. 

Báðir tvíliðaleiksleikirnir enduðu með sigri Íslands.  Ragna og Tinna spiluðu við Emma Wengberg og Emilie Lennartsson og unnu eftir oddalotu 21-14, 16-21 og 17-21.  Síðasti leikinn spiluðu Snjólaug og Karitas Ósk Ólafsdóttir við Amanda Högström og báru sigur úr bítum, einnig eftir oddalotu, 20-22, 21-18 og 21-16. 

Næsti leikur kvennalandsliðsins er á morgun klukkan 14 við Spán.  Íslenska karlalandsliðið spilar í dag við Finna. 

Til að sjá fleiri úrslit á Evrópumótinu smellið hér.

Skrifađ 17. febrúar, 2010
mg