Naumt tap gegn Króatíu

Rétt í þessu kláraðist annar leikur íslenska karlalandsliðsins á Evrópumótinu.  Leikurinn var gegn Króötum og endaði 3-2 fyrir Króatíu. 

Helgi Jóhannesson spilaði fyrsta leikinn gegn Luka Zdenjak og tapaði 17-21 og 11-21.  Magnús Ingi Helgason og Kári Gunnarsson unnu sína einliðaleiki, Magnús gegn Zvonimir Hoelbling 21-15 og 21-11 og Kári gegn Zvonimir Durkinjak.  Leikur Kára og Durkinjak fór í odd og endaði með sigri Kára 13-21, 21-17 og 21-16. 

Tvíliðaleikir íslenska liðsins töpuðust báðir.  Magnús og Helgi spiluðu á móti Hoelbling og Durkinjak 16-21 og 15-21 og Atli Jóhannesson og Kári spiluðu á móti Luka Zdenjak og Igor Cimbur.  Leikurinn endaði 15-21 og 13-21 fyrir Króatana. 

Íslenska karlalandsliðið hefur því tapað báðum leikjum sínum í dag.  Á morgun klukkan 14 spila þeir gegn Finnlandi. 

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á Evrópumótinu.

Skrifað 16. febrúar, 2010
mg