Danska deildin heldur áfram

Danska deildin heldur nú áfram og nú er spilað um hvort lið komast upp á milli deilda eða detta niður. 

Randers, lið Helga Jóhannessonar, spilar um að komast upp í fyrstu deild.  Fyrsti leikurinn í þessum milliriðli var á laugardaginn þegar Randers spilaði við Hvidovre.  Randers vann leikinn 10-3. 

Helgi Jóhannesson spilaði 2 leiki, tvíliðaleik karla með Martin Baatz Olsen gegn Martin Jensen og Kaare B. Mejding.  Helgi og Martin töpuðu tæpt í oddalotu 17-21, 22-20 og 19-21. 

Þá spilaði Helgi tvenndarleik með Katrine Tersgov gegn Jesper Hovgaard og Trine Frediksen. Helgi og Katrine unnu leikinn í oddalotu 22-20, 17-21 og 21-15. 

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit í leik Randers gegn Hvidovre.

Næsti leikur Randers er gegn Gentofte 2 þann 27. febrúar næstkomandi.

Skrifað 15. febrúar, 2010
mg