Agnese Allegrini meidd

Ítalska stúlkan Agnese Allegrini sem er með fyrstu röðun á Iceland Express badmintonmótinu sem fram fer um helgina er meidd og tekur ekki þátt í mótinu. Tilkynning barst Badmintonsambandinu og Evrópusambandinu um þetta í dag en Agnese mun hafa meiðst á æfingu síðustu daga.

Vissulega leiðinlegt að þetta afboð skuli koma eftir að búið er að draga í mótið því það gerir það að verkum að sterkustu tveir leikmennirnir eru á sama væng í einliðaleik kvenna þ.e. Kati Tolmoff og Ragna Ingólfsdóttir.

Fyrsta umferð í einliðaleik kvenna verður leikin milli kl. 13.30 og 15.30 á morgun föstudag. Það verður spennandi að sjá hvort að Ragna nái að fylgja eftir frábærum árangri í Ungverjalandi um síðustu helgi og komast langt í mótinu.

Niðurröðun mótsins er hægt að nálgast með því að smella hér.

Skrifað 8. nóvember, 2007
ALS