Landsbankamót ÍA er um helgina

Á laugardag og sunnudag fer fram Landsbankamót ÍA í íþróttahúsinu við Vesturgötu á Akranesi. 

Mótið er álegur viðburður og gefur stig á styrkleikalista unglinga hjá BSÍ.  Mótið er A-mót. 

Laugardaginn 13. febrúar er keppt í flokkum U13 og U15 og sunnudaginn er keppt í flokkum U17 og U19. 

Keppni hefst klukkan 10 báða dagana. 

Þátttakendur eru 98 talsins frá 6 félögum, Aftureldingu, BH, ÍA, TBA, TBR og UMSB. 

Smellið hér til að sjá niðurröðun og tímasetningar á mótinu.

Skrifað 11. janúar, 2010
mg