Vinnustofa Ý Ý■rˇttamarka­sfrŠ­i

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands býður upp á vinnustofu í mars um íþróttamarkaðsfræði í samvinnu við Gísla Eyland íþróttamarkaðsfræðing frá Fontys Hogeschool í Tilburg.

Vinnustofan verður í D-sal Íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal Um er að ræða þrjá þriðjudaga, 2., 9., og 16. mars frá kl. 09.00-12.00.

Vinnustofan nýtist helst þeim sem eru að starfa fyrir sérsambönd, héraðssambönd eða íþróttafélög s.s. framkvæmdastjóra, íþróttastjóra o.fl. Hámarksfjöldi þátttakenda er 20 manns.

Leitað verður svara við spurningum eins og:
Hvað er íþróttamarkaðsfræði?
Hvernig nýtist stefnumótandi markaðssókn?
Hvaða þættir ráða ánægju áhorfenda?
Hvernig nálgumst við hugsanlega styrktaraðila?

Þátttökugjald er kr. 6.000.- per þátttakanda og greiðist á fyrsta þriðjudegi.

Skráning er á linda@isi.is eða í síma 514-4000.

Nánari upplýsingar gefur sviðsstjóri fræðslusviðs í síma 514-4000 eða á vidar@isi.is

Skrifa­ 10. febr˙ar, 2010
mg