TBR Yfirvaldi­, TBR Mer­ir og TBR Har­jaxlar ═slandsmeistarar li­a 2010

Deildakeppni BSÍ 2010 lauk í TBR-húsunum síðdegis í dag. Keppt var í þremur deildum; Meistaradeild, A-deild og B-deild.Alls tóku 23 lið frá fjórum félögum auk eins gestaliðs frá Englandi þátt í Deildakeppninni í ár.

Hart var barist í öllum deildum og mikið af spennuþrungnum leikjum. Spilaðir voru 53 viðureignir milli liða í mótinu og samtals 386 leikir. Alls tóku tæplega 240 manns þátt í keppninni á öllum aldri.

Liðið TBR Yfirvaldið urðu Íslandsmeistarar í Meistaradeildinni en liðið TBR Leynivopnin varð í öðru sæti. Gríðalega spennandi keppni var um efsta sætið í Meistaradeildinni en fyrir síðustu leiki dagsins voru þrjú lið sem gátu hreppt gullið. Eftir mjög jafna leiki og nokkrar oddalotur stóð TBR Yfirvaldið uppi sem sigurvegarar. TBR vann sér þar með þátttökurétt á Evrópukeppni félagsliða sem fram fer næsta sumar.

 

Deildakeppni BSÍ 2010

 

Úrslit í Meistaradeildinni 2010 er eftirfarandi:
1. TBR Yfirvaldið
2. TBR Leynivopnin
3. TBR Öllarar
4. TBR Gellurnar
5. BH – M
6. ÍA – M

Í A-deildinni sigraði lið TBR Marða en TBR Geitungar sem hafa sigrað A-deildina síðastliðin tvö ár urðu í öðru sæti. Meðlimir TBR Marða eru allir í keppnishóp TBR.

 

Deildakeppni BSÍ 2010

 

Úrslit í A-deildinni 2010 er eftirfarandi:
1. TBR Merðir
2. TBR Geitungar
3. TBR Heimsmeistarar
4. BH – A
5. Smashing Pumpkins
6. Afturelding – A
7. ÍA – A
8. TBR Púkar

TBR Harðjaxlar urðu Íslandsmeistarar í B-deildinni og TBR Baráttujaxlar urðu í öðru sæti. Jaxlaliðin eru samsett af trimmurum sem spila saman í TBR.

 

Deildakeppni BSÍ 2010

 

Úrslit liða í B-deildinni 2010 er eftirfarandi:
1. TBR Harðjaxlar
2. TBR Baráttujaxlar
3. TBR Vinirnir og vespur
4. TBR Núggatbitar
5. BH naglar
6. TBR Huldufólkið
7. Afturelding ungir
8. Afturelding Spaðarnir
9. Huginn / TBR

Smellið hér til að skoða úrslit allra leikja Deildakeppni BSÍ 2010.

Badmintonsambandið þakkar keppendum og áhorfendum mótsins fyrir góðar samverustundir um helgina. Þá fær yfirdómarinn, Laufey Sigurðardóttir sérstakar þakkir fyrir gott starf.

Myndir af öllum þátttökuliðum keppninnar eru komnar inní myndasafnið hér á síðunni.

Skrifa­ 7. febr˙ar, 2010
mg