Hart barist í Deildakeppni BSÍ

Í gærkvöldi hófst Deildakeppni BSÍ á fyrstu umferð riðlakeppni B-deildarinnar og í Meistaradeildinni. Hart var barist í öllum leikjum, mjótt á mununum í mörgum viðureignum og margir leikir fóru í oddalotu.

Í dag, laugardaginn 6. febrúar, hófst keppni kl. 9:00 á fyrstu umferð í riðlakeppni A-deildar. Klukkan 10:30 fór fram önnur umferð B-deildarinnar og einnig leikir innan Meistaradeildar.

Áætlað er að keppni ljúki um klukkan 18 í dag.

Smellið hér til að skoða leiki dagsins.

Á morgun, sunnudag, hefst keppni klukkan 9:00. Um hádegisbil eða klukkan 12:30 hefjast úrslitaleikir í A-deild.  Úrslitaleikir í B-deild hefjast klukkan 14.  Seinustu leikir Meistaradeildarinnar hefjast klukkan 14. 

Smellið hér til að sjá tímasetningar og niðurröðun leikja.

 

Deildakeppni BSÍ 2010

 

Skrifað 6. febrúar, 2010
mg