Deildakeppni BS═ - Ni­urr÷­un

Deildakeppni BSÍ fer fram dagana 5. – 7. febrúar næstkomandi. Mótið er Íslandsmót liða í badminton þar sem keppt er í þremur deildum: Meistaradeild, A-deild og B-deild. Búið er að draga í mótið og má nálgast niðurröðun með því að smella hér.

Alls hafa 23 lið skráð sig til keppni í Deildakeppnina 2010 frá fjórum félögum ásamt einu ensku gestaliði sem leikur í A-deild. Í fyrra tóku 21 lið þátt og árið þar á undan 24 þannig að keppnin heldur sig á svipuðu róli frá ári til árs.

Fyrirkomulagið í meistaradeildinni er þannig að sex lið keppa í riðli, allir við alla. Sigurliðið er Íslandsmeistari og keppir fyrir hönd Íslands í Evrópukeppni félagsliða.

Í A-deildinni eru skráð til keppni átta lið sem dregin hafa verið í tvo fjögurra liða riðla. Efstu tvö liðin í hvorum riðli komast í undaúrslit þar sem sigurvegararnir leika um 1.sæti og tapliðin leika um 3.sætið. Liðin sem lenda í 3.-4.sæti í riðlunum spila með sama hætti um 5.-8.sætið.

Alls eru níu lið skráð til keppni í B-deildinni. Keppnisfyrirkomulag er þannig að leikið er í þremur þriggja liða riðlum. Sigurvegarar í hverjum riðli fara síðan í úrslitariðil þar sem leikið er um 1.-3.sæti. Liðin í öðru sæti keppa í riðli um 4.-6.sætið og þau sem lenda í 3.sæti í sínum riðli keppast um 7.-9.sætið.

Keppni hefst á föstudegi kl.19.00 í B-deild og Meistaradeild. Fyrirliðar þurfa að skila inn liðsuppstillingum til mótsstjórnar eigi síðar en kl. 18.30.

A-deildin hefur keppni á laugardeginum kl. 9.00. Almenn regla er sú að liðsuppstillingum þarf að skila í það minnsta 30 mínútum áður en umferð hefst. Lið Deildakeppninnar 2010 þurfa sjálf að sjá um að telja eða útvega teljara á sína leiki.

Yfirdómari mótsins er Laufey Sigurðardóttir en aðrir í mótsstjórn eru stjórn og starfsmaður Badmintonsambands Íslands.

Athugið að niðurrröðun er birt með fyrirvara um villur. Mótsstjórn áskilur sér rétt til að gera lagfæringar ef þurfa þykir.

Smellið hér til að skoða nánari upplýsingar um Deildakeppni BSÍ.

Skrifa­ 3. febr˙ar, 2010
mg