Úrslit á Óskarsmóti KR

Seinasti hluti Óskarsmóts KR var haldið í gær, sunnudag.  Þá var keppt í einliðaleik í meistaraflokki. 

Sigurvegari í einliðaleik karla var Helgi Jóhannesson TBR.  Hann vann Atla bróður sinn í oddalotu 16-21, 21-13 og 21-9.  Leikurinn tók 21 mínútu. 

Í öðru sæti varð Atli Jóhannesson TBR og í þriðja til fjórða sæti Daníel Reynisson KR og Einar Óskarsson TBR.  Daníel sigraði Arthúr Geir Jósefsson TBR í oddalotu 11-21, 21-15 og 21-8 og Einar Óskarsson sigraði einnig í oddalotu Kristján H. Aðalsteinsson TBR, 15-21, 21-17 og 21-12.  Það var því mikið kapp í einliðaleik karla á mótinu. 

Í einliðaleik kvenna vann Ragna Ingólfsdóttir TBR.  Í öðru sæti varð Katrín Atladóttir TBR.  Í þriðja til fjórða sæti urðu Þorbjörg Kristinsdóttir TBR og Rakel Jóhannesdóttir TBR.  Ragna sigraði Katrínu 21-14 og 21-14. 

Til að sjá fleiri úrslit á mótinu smellið hér.

Skrifað 1. febrúar, 2010
mg