Iceland Express International - úrslit dagsins

Fyrsta degi alþjóðlega badmintonmótsins Iceland Express International er lokið. Í dag var leikin undankeppni í einliðaleik karla en fjórtán leikmenn kepptu um fjögur sæti í aðal mótinu sem hefst á morgun föstudag kl. 11.00. Tíu íslenskir leikmenn, þrír Danir og einn Ungverji kepptu um sætin fjögur. Danirnir Theis Christiansen, Martin Kragh og Mads Conrad-Petersen komust allir áfram en sá síðastnefndi er núverandi Evrópumeistari unglinga. Róbert Þór Henn náði svo síðasta sætinu í aðal keppninni en hann sigraði Ungverjann Peter Zsoldos í þriggja lotu hörku leik 21-18, 11-21 og 21-12. Úrslit allra leikja má nálgast með því að smella hér.

Á morgun föstudag hefst keppni kl. 11.00 á tvenndarleik. Klukkan 11.30 hefjast leiki í einliðaleik karla og einliðaleikur kvenna kl. 13.30. Tvíliðaleikur karla hefst kl. 16.00 og tvíliðaleikur kvenna kl. 17.00. Keppni heldur síðan áfram til kl. 21.00. Niðurröðun mótsins með nákæmum tímasetningum má finna með því að smella hér. Athugið að tímasetningar eru til viðmiðunar leikir geta hafist 10 mínútum fyrir auglýstan tíma.

Skrifað 8. nóvember, 2007
ALS