FrŠ­ilegur fyrirlestur um hugmyndafrŠ­i uppbyggingar barna- og unglingaÝ■rˇtta

Hádegisverðarfundir ÍSÍ hefjast að nýju fimmtudaginn 28. janúar næstkomandi.

Þá mun Ann Helen Oddberg lektor við íþrótta- og heilsubraut Menntavísindasviðs HÍ á Laugarvatni fjalla um hugmyndafræði Dr. Istavan Balyi sem er heimsfrægur þjálffræðingur.

Dr. Istavan Balyi hefur lagt fram viðmið og ráðleggingar sem auka líkur á að börn og unglingar nái árangri og verði áfram í íþróttum út lífið.

Að loknum fyrirlestri verður opnað fyrir fyrirspurnir og umræður. Fyrirlesturinn er ókeypis og öllum opinn eins og fyrri hádegisfundir ÍSÍ.

Sjá nánar á heimasíðu ÍSÍ.

Skrifa­ 26. jan˙ar, 2010
mg