Vinningshafar á Óskarsmóti KR

Óskarsmót KR í einliðaleik A- og B-flokks var haldið um helgina.  Seinasti hluti mótsins, keppni í einliðaleik karla og kvenna í meistaraflokki verður haldin næstkomandi sunnudag og hefst mótið klukkan 10. 

Jónas Baldursson TBR sigraði Reyni Guðmundson KR í úrslitaleik karla í A-flokki.  Í þriðja til fjórða sæti urðu Haukur Stefánsson TBR og Gunnar Bjarki Björnsson TBR. 

Í einliðaleik kvenna í A-flokki stóð María Árnadóttir uppi sem sigurvegari.  Hún vann Söru Högnadóttur í oddaleik 21-17, 20-22 og 21-19.  Sara hafnaði í öðru sæti og í þriðja sæti varð Elisabeth Christiansen. 

Í B-flokki í einliðaleik karla sigraði Ólafur Einarsson KR.  Í öðru sæti var Jóhann Örn Bjarnason TBS.  Í þriðja til fjórða sæti urðu Sigurður Sverrir Gunnarsson TBR og Guðni Agnar Ágústsson TBR. 

Í einliðaleik kvenna í B-flokki vann Unnur Björk Elíasdóttir  TBR Sigríði Árnadóttur TBR sem lenti í öðru sæti. 

Til að sjá fleiri úrslit á mótinu smellið hér.

Skrifað 25. janúar, 2010
mg