Ragna og Helgi úr leik á Swedish International

Ragna Ingólfsdóttir er dottin úr keppni í einliðaleik kvenna á alþjóðlega sænska mótinu sem er nú í gangi í Stokkhólmi.  Hún lék gegn frönsku stúlkunni Perrine Lebuhanic í morgun en leikurinn endaði með sigri þeirrar frönsku 8-21 og 19-21.  Með því lauk Ragna keppni í einliðaleik. 

Helgi Jóhannesson og Ragna léku tvenndarleik í morgun á móti Þjóðverjanum Tim Dettmann og Svíanum Emelie Lennartsson.  Þau töpuðu leiknum 15-21 og 19-21 og eru þar með fallin úr keppni á mótinu. 

Til að sjá fleiri úrslit á mótinu smellið hér.

Ragna IngólfsdóttirHelgi Jóhannesson

Skrifað 22. janúar, 2010
mg