Evrópusumarskólinn 2010

Sumarskóli Badminton Europe, Evrópusumarskólinn, verður að þessu sinni haldinn í Pressbaum í Austurríki dagana 17. - 24. júlí næstkomandi.

Pressbaum er vestur af Vín og er með fyrirmyndar aðstöðu til badmintoniðkunar. Þetta er í 29. skipti sem Evrópusumarskólinn er haldinn en hann var haldinn í fyrsta skipti á þessum stað, Pressbaum í Austurríki. Á þessu ári fagnar badmintonklúbburinn í Pressbaum 50 ára afmæli sínu.

Ísland hefur rétt á að senda 2-4 badmintonspilara í skólann.

Árni Þór Hallgrímsson mun velja þátttakendur fyrir Íslands hönd þegar nær dregur vori.

Evrópuskólinn er fyrir þátttakendur í aldursflokknum U17.

Smellið hér til að fræðast meira um Evrópuskólann.

 

Pressbaum í Austurríki, Evrópusumarskólinn 2010

 

Skrifað 20. janúar, 2010
mg