Iceland Express International - dagskrá dagsins

Fyrsti dagur alþjóðlega badmintonmótsins Iceland Express International fer fram í dag. Leikin verður undankeppni í einliðaleik karla (qualifying). Keppni hefst kl. 13.30 og er áætlað að henni ljúki um kl. 16. Fjórtán leikmenn leika í undankeppninni um fjögur sæti í aðal mótinu. Keppendur eru þrír frá Danmörku, einn frá Ungverjalandi og tíu Íslendingar. Hægt er að skoða leiki undankeppninnar með því að smella hér. Aðal keppnin hefst á morgun föstudag kl. 11.00 en þá verður leikið til klukkan 22.
Skrifað 8. nóvember, 2007
ALS