Randers sigraði Greve2

Randers, lið Helga Jóhannessonar í dönsku annarri deildinni, sigraði örugglega lið Magnúsar Inga Helgasonar, Greve2, á laugardaginn 10-3. 

Spilað var í Greve höllinni og eftir leikinn er Randers sem fyrr í 2. sæti deildarinnar.  Greve2 er í sjöunda og næstneðsta sæti deildarinnar. 

Helgi lék tvenndarleik ásamt Katrine Tersgov gegn Sören Boas Olsen og Nina Bryx Nyhuus.  Helgi og Katrine burstuðu báðar loturnar 21-11 og 21-16. 

Magnús Ingi lék gegn Kasper Ödum sem lenti í öðru sæti í einliðaleik karla á Iceland International 2009.  Magnús tapaði báðum lotum 21-5 og 21-5. 

Magnús spilaði einnig tvíliðaleik karla með Jens Eriksen gegn Martin Kragh og Nicky Bach.  Magnús og Jens töpuðu leiknum eftir oddalotu 18-21, 23-21 og 10-21. 

Helgi spilaði einnig tvíliðaleik með Martin Braatz Olsen gegn Lorentz How Aarhus og Jonas Lyduch.  Þeir unnu leikinn 21-19 og 21-13. 

Til að sjá stöðuna í dönsku annarri deildinni smellið hér.

Skrifað 18. janúar, 2010
mg