Unglingameistaramót TBR um helgina

Á morgun, laugardaginn 16. janúar, hefst Unglingameistaramót TBR. 

Mótið er hluti af Reykjavík International Games og er haldið í TBR húsunum við Gnoðarvog og hefst klukkan 10. 

Keppendur eru 143 talsins frá átta félögum. 15 frá BH, 4 frá Hamri, 18 frá ÍA, 2 frá TBA, 71 frá TBR, 15 frá TBS, 9 frá UMFA og 5 frá UMSB.  Fjórir keppendur koma frá Svíþjóð. 

Úrslit Unglingameistaramótsins fara fram á sunnudaginn. 

Til að sjá niðurröðun og tímasetningar mótsins smellið hér.

Skrifað 15. janúar, 2010
mg