Tinna vann þrefalt

Tinna Helgadóttir, leikmaður danska úrvalsdeildarliðsins Greve, vann þrefaldan sigur á Meistaramóti TBR sem haldið var um helgina. 

Hún sigraði einliðaleik kvenna, tvíliðaleik kvenna ásamt Rakel Jóhannesdóttur og tvenndarleik ásamt bróður sínum, Magnúsi Inga Helgasyni.  Tinna var jafnfram kjörin badmintonkona ársins 2009 af stjórn Badmintonsambands Íslands. 

Heimsmeistari öldunga, Broddi Kristjánsson sigraði í tvíliðaleik karla ásamt Rasmus Mangor, kærasta Tinnu Helgadóttur. 

Einliðaleik karla vann Helgi Jóhannesson badmintonmaður ársins 2009. 

Smellið hér ef þið viljið hjá önnur úrslit af Meistaramóti TBR 2010.

Skrifað 5. janúar, 2010
mg