Fjórða veftímaritið um badminton komið út

Í dag kom út fjórða tölublaðið um badminton á netinu sem gefið er út af Badminton Europe. 

Þetta er desemberblaðið en þriðja tölublaðið kom út í spetember, annað tölublaðið í júní og það fyrsta í mars. 

Í blaðinu er ýmiss fróðleikur um badminton auk viðtala og úttekta á mótum. 

Ítarlegt viðtal er við Andrej Pohar, fjallað um skoska international mótið og írska international mótið. 

Smellið hér til að nálgast tímaritið á netinu. 

Smellið hér til að nálgast fyrri tölublað tímaritsins.

Skrifað 23. desember, 2009
mg