Sigurvegarar jólamóts unglinga

Jólamót unglinga fór fram í TBR húsinu við Gnoðarvog á laugardaginn.  88 keppendur tóku þátt í mótinu. 

Keppt var í einliðaleikjum karla og einleiðaleikjum kvenna. 

Vinningshafar voru eftirfarandi: 

Í einliðaleik hnokka U13 vann Kristófer Darri Finnsson TBR.  Í einliðaleik táta U13 sigraði Alda Karen Jónsdóttir TBR. 

Í einliðaleik sveina U15 bar Eiður Ísak Broddason TBR sigur úr bítum.  Í einliðaleik meyja U15 vann Sigríður Árnadóttir TBR. 

Í einliðaleik drengja U17 sigraði Gunnar Bjarki Björnsson TBR.  Í einliðaleik telpna U17 vann María Árnadóttir TBR. 

Í einliðaleik pilta U19 bar Egill Guðlaugsson ÍA sigur úr bítum.  Í einliðaleik stúlkna U19 vann Rakel Jóhannesdóttir TBR. 

Til að sjá fleiri úrslit í mótinu smellið hér.

Smellið hér til að sjá stöðu á styrkleikalista unglinga.

Skrifađ 21. desember, 2009
mg