Greve2 tapađi fyrir Aarhus (AB)

Aarhus (AB) sigraði Greve2, lið Magnúsar Inga Helgasonar, á sunnudaginn 9-4 í 2. deild dönsku deildarinnar. 

Greve2 er nú í sjöunda og næstneðsta sæti annarrar deildar. 

Systkinin Magnús Ingi og Tinna léku bæði með Greve2 á sunnudaginn. 

Magnús tapaði báðum sínum leikjum en hann spilaði gegn Jan Stig Andersen einliðaleik og tapaði 14-21 og 17-21.  Magnús spilaði tvíliðaleik með Jens Eriksen á móti Mats Bue og Jacob Jörvad.  Magnús og Jens töpuðu naumlega 21-23 og 20-22. 

Tinna lék tvíliðaleik með Nadia Lyduch gegn Tine Höy og Louise Hansen.  Tinna og Nadia töpuðu báðum lotunum 13-21 og 15-21.  Þá spilaði Tinna tvenndarleik með Kenneth Mogensen á móti Mats Bue og Louise Hansen.  Leikurinn fór í odd og endaði með sigri Tinnu og Kenneth 19-21, 21-13 og 21-19.

 

Tinna Helgadóttir

 

Skrifađ 15. desember, 2009
mg