Randers burstađi Herlev/Hjorten

Randers, lið Helga Jóhannessonar, spilaði gegn Herlev/Hjorten í 2. deildinni í Danmörku í gær.  Randers vann með miklum yfirburðum 12-1 en Randers er í öðru sæti deildarinnar með 16 stig.  Herlev/Hjorten vermir aftur á móti botn deildarinnar með einungis 4 stig.  Randers er með jafn mörg stig og toppliðið Höjberg.  Höjberg er taplaust en Randers hefur tapað einum leik á þessu leiktímabili. 

Helgi spilaði mjög vel í leikjum sínum í gær.  Hann spilaði tvenndarleik með Katrine Terskov.  Þau unnu Karsten Mathiesen og Rikke Bastian 21-16 og 21-14.  Helgi spilaði einnig tvíliðaleik með Martin Baatz Olsen gegn Kasper Nielsen og Torben Höjmark Sörensen.  Sá leikur fór í odd en Helgi og Olsen unnu 17-21, 21-15 og 21-15. 

Randers spilar ekki fleiri leiki fyrir jól en næsti leikur er gegn Greve2, liði Magnúsar Inga Helgasonar, þann 16. janúar 2010.

Skrifađ 14. desember, 2009
mg