Magnúsi gengur vel í Danmörku

Greve2, lið Magnúsar Inga Helgasonar, spilar í annarri deild dönsku deildarinnar í badminton.  Það sem af er vetri hefur Greve2 spilað 5 sinnum í deildinni, 4 töp og einn sigur.  Tap Greve2 hefur verið mjög tæpt í fjórum leikjum en þá hafa leikar endað 6-7. 

Síðusta viðureign var gegn Höjberg en þá tapaði Greve2 6-7. 

Magnúsi Inga hefur gengið mjög vel í sínum leikjum.  Í síðasta leik vann Magnús Jeppe Dalsgård í oddaleik 21-12, 17-21 og 21-18. 

Þá lék Magnús tvíliðaleik með Jens Eriksen gegn Anders Skaarup Rasmussen og Morten Hemmersam.  Magnús og Jens unnu í odda 21-23, 21-13 og 21-13.  Rasmussen spilaði á Iceland International í nóvember síðastliðnum.

Magnús Ingi Helgason
Skrifað 3. desember, 2009
mg