Greve2 tapaði naumlega

Greve2, liðið sem Magnús Ingi Helgason spilar með í dönsku deildinni, tapaði naumlega fyrir Höjberg síðastliðinn laugardag, 6-7. 

Greve2 spilar í annarri deild og á næst að spila gegn Aarhus (AB) þann 12. desember næstkomandi.  Það er síðasti leikur Greve2 fyrir jól og áramót. 

Greve2 er nú í 6. sæti annarrar deildar en lið Tinnu systur Magnúsar, Greve, er í 1. sæti úrvalsdeildarinnar í Danmörku. 

Greve spilar næst gegn Gentofte þann 14. desember.

Skrifað 30. nóvember, 2009
mg