Helgi dottinn út á Welsh International

Helgi Jóhannesson keppti í einliðaleik karla í forkeppni Welsh International í dag. 

Fyrsti leikurinn sem hann spilaði fór í odd en Helgi sigraði Matthew Nottingham frá Englandi 19-21, 21-15 og 21-18. 

Næsti leikur var gegn Joshua Green sem er einnig frá Englandi.  Sá leikur fór einnig í odd og endaði með því að Helgi tapaði 21-15, 7-21 og 10-21 og datt með því úr keppni. 

Green fer inn í aðalkeppni mótsins og spilar einliðaleik á morgun á móti landa sínum Jamie Bonsels. 

Til að fylgjast með framgangi mótsins smellið hér.

Skrifað 26. nóvember, 2009
mg