Unglingamót KR gekk vel

Unglingamót KR var haldið í KR heimilinu í gærdag.  Alls voru skráðir rúmlega 40 keppendur til leiks frá fjórum félögum, BH, Keflavík, KR og UMSB. 

Spilaðir voru 47 leikir, 90 lotur og skoruð 3080 stig.  Mótið kláraðist um klukkan 14. 

Sigurvegari í U11 snáðaflokki var Bjarni Guðmann Jónsson UMSB.  Sigurvegari í U11 snótaflokki var Ingibjörg Rós Jónsdóttir UMSB.  Bjarni og Ingibjörg eru systkini. 

Sigurvegari í U13 hnokkaflokki var Þórir Þorbjarnarson KR.  Sigurvegari í U13 tátuflokki var Ingibjörg Sóley Einarsdóttir BH. 

Sigurvegari í U15 sveinaflokki var Guðmundur Kári Svansson BH. 

Sigurvegari í U17 telpuflokki var Margrét Vala Kjartansdóttir Keflavík.

Skrifað 16. nóvember, 2009
mg