Speglunin gekk vel hjá Rögnu

Eins og kunnugt er fór Ragna í speglun á hné í gær, daginn eftir sigur hennar í tveimur greinum á Iceland International. 

Speglunin gekk vel og nú er Ragna að jafna sig eftir hana.  Hún er svolítið hölt og bólgin en mun verða fljót að jafna sig. 

Eftir áramótin stefnir Ragna að því að fara að keppa á fullum krafti.  Með því móti mun hún vinna sig aftur upp eftir heimslistanum. 

Birtar verða fréttir hér á heimasíðunni af Rögnu þegar hún hefur keppni að nýju.

Skrifađ 10. nóvember, 2009
mg