U17 tapađi fyrir Litháen

U17 landsliðið keppti við Litháa á Evrópumeistaramóti U17 í Slóveníu nú í kvöld og tapaði 4-1. 

Gunnar Bjarki Björnsson keppti á móti geysisterkum keppanda, Alan Plavin, og tapaði 10-21 og 19-21. 

Margrét Jóhannsdóttir fór í odd með sinn leik á móti Ieva Linkute og tapaði naumlega 21-16, 19-21 og 18-21.  Leikurinn, sem tók 35 mínútur, var mjög jafn og virkilega spennandi. 

Í þriðja leiknum kepptu Kristinn Ingi Gunnarsson og Ólafur Örn Guðmundsson á móti Povilas Bartusis og Alan Plavin.  Þeir töpuðu 11-21 og 7-21. 

Fjórði leikurinn var fyrsti sigur Íslendinganna á mótinu en þá unnu Margrét Jóhannsdóttir og Sara Högnadóttir sannfærandi stöllurnar Dominyka Bortinikaite og Agne Kupliauskeite.  Leikinn unnu Margrét og Sara örugglega 21-10 og 21-12. 

Í síðasta leiknum í liðakeppninni kepptu Gunnar Bjarki og María á móti Povilas Bartusis og Ieva Linkute.  Þau töpuðu 19-21 og 12-21. 

Það má segja að íslensku keppendurnir hafi verið óheppnir með að lenda í riðli með austantjalds löndum en þar er mikið lagt upp úr stærð keppenda og styrkleika frekar en tæknilegu spili. 

Jóhann Kjartansson liðsstjóri íslenska liðsins er ánægður með spil íslensku keppendanna og segir krakkana hafa lært mikið í ferðinni.  Hann segir mjög góðan anda í liðinu og mikla samstöðu. 

Einstaklingskeppnin hefst á miðvikudaginn og fylgst verður með henni hér á heimasíðu BSÍ. 

Til að fá nánari upplýsingar um keppnina smellið hér.

Skrifađ 9. nóvember, 2009
mg