U17 landsliđiđ atti kappi viđ tröllvaxna Rússa og Tékka

U17 landsliðið er þessa stundina á Evrópumóti U17 landsliða í Slóveníu. 

Þau hafa nú þegar keppt við U17 landslið Rússa sem er skipað stórum og stæðilegum kökkum sem flest eru á sautjánda aldursári. 

Allir leikirnir töpuðust 5-0 á móti þessu gríðarlega sterka liði.  Sömu sögu má segja um U17 landslið Tékka en leikirnir við þá töpuðust einnig 5-0.  Á móti Tékkum fóru tveir leikir í odd, tvíliðaleikir karla og kvenna. 

Í kvöld mæta íslensku krakkarnir Litháum sem hafa einnig tapað fyrir Rússum 4-1 og Tékkum 4-1. 

Á morgun er frídagur en á miðvikudaginn hefst einstaklingskeppni.  Íslendingar eiga leiki á miðvikudag og fimmtudag.  Á föstudaginn eru úrslit í einstaklingskeppninni. 

Íslensku krakkarnir æfa daglega í æfingahöll í Ljubliana en þangað er um það bil 30 - 45 mínútna akstur. 

Íslenski U17 landsliðshópurinn er skipaður af Kristni Inga Gunnarssyni BH, Ólafi Erni Guðmundssyni BH, Thomasi Þór Thomsen TBR, Gunnari Bjarka Björnssyni TBR, Maríu Árnadóttur TBR, Margréti Jóhannsdóttur TBR, Elisabeth Christiansen TBR og Söru Högnadóttur TBR.

Skrifađ 9. nóvember, 2009
mg