Ragna Ingólfsdóttir meistari á Iceland International

Ragna Ingólfsdóttir mætti Camillu Overgaard Danmörku í úrlitum Iceland International. Ragna mætti ákveðin til leiks og komst í 5:0 áður en Camilla fékk sitt fyrsta stig. Ragna hélt uppteknum hætti og vann fyrstu lotuna nokkuð örugglega, fyrsta lota í tölum 6:1, 9:2, 11:4, 11:6, 14:7, 19:14 og 21:14. Jafnræði var með Rögnu og Camillu og jafnt á öllum tölum upp í 4:4, Ragna náði þá yfirhöndinni 7:4, leikurinn jafnaðist aftur og komst Camilla yfir 10:11, Camilla komst í 11:15, 13:18, 16:19 og 16:21. Leikurinn fór því í oddalotu þar sem Ragna byrjaði betur og komst fljótlega í 4:1, 6:3, 9:5, 11:5, 15:8, 17:12, 19:13 og 21:13
Skrifað 8. nóvember, 2009
SGB