Ragna komin í úrslit

Í undanúrslitum í einliðaleik kvenna lék annarsvegar Ragna Ingólfsdóttir gegn Li Shuang frá Tyrklandi og hinsvegar Kamilla Overgaard Danmörku og Sara B. Kverno.

Ragna byrjaði mjög illa í fyrstu lotu og komst Li m.a í 3:18 en Ragna klóraði í bakkan og endaði fyrsta lota 10:21.

Í annari lotu gekk Rögnu mun betur og vann hún lotuna nokkuð örugglega 21:12.

Í oddalotunni var Ragna með yfirhöndina allan tímann en lotan endaði 21:18.

Ragna mætir í úrslitum á morgun Kamillu Overgaard Danmörku sem sigraði Söru B. Kverno í hinum undanúrslitaleiknum 25:23 og 21:16.

Skrifað 7. nóvember, 2009
mg