Undanúrslit í tvenndarleik

Undanúrslit á Iceland International badmintonmótinu hófust kl. 16:30 með leikjum í tvenndarleik.

Magnús Ingi Helgason og Elín Þóra Elíasdóttir léku gegn Theis Christiansen og Joan Christiansen annarsvegar og í hinum undanúrslitaleiknum léku Ali Kaya og Li Shuang Tyrklandi gegn Niklas Hoff og Amalie Fangel hinsvegar.

Magnús Ingi og Elín Þóra töpuðu í tveimur lotum 14:21 og 10:21.

Það að komast í undanúrslit á jafnsterku móti og Iceland International verður að teljast mjög góður árangur hjá Magnúsi Inga og Elínu Þóru en þetta er fyrsta mótið þar sem þau keppa saman.

Í hinum undanúrslitaleiknum fóru leikar þannig að Niklas og Joan sigruðu Ali og Li í oddalotu 21:11, 18:21 og 21:13. 

 

Skrifað 7. nóvember, 2009
mg