Undanúrslit á Iceland

Undanúrslit á Iceland International hefjast klukkan 16:30 á tvenndarleik. Þar keppa Magnús Ingi Helgason við Theis Christiansen og Joan Christiansen.

Á sama tíma keppa Niklas Hoff og Amanda Fangel frá Danmörku við Ali Kaya og Li Shuang frá Tyrklandi.

Klukkan 17:10 hefjast leikir í einliðaleik karla. Þá etur kappi Kasper Ödum frá Danmörku við Steinar Klausen frá Noregi.

Á sama tíma spila Christian Lind Thomsen frá Danmörku og Thomas Fynbo frá Danmörku.

Klukkan 17:50 hefjast leikir í einliðaleik kvenna. Ragna Ingólfdóttir spilar þá við Li Shuang frá Tyrklandi. Sara B. Kverno frá Noregi spilar við Camilla Overgaard frá Danmörku.

Tvíliðaleikir karla eru klukkan 18:30 og tvíliðaleikir kvenna hefjast klukkan 19:10.

Þá spila Ragna Ingólfsdóttir og Snjólaug Jóhannsdóttir við Joan Christiansen og Mia Sejr Nielsen frá Danmörku.

Brynja Pétursdóttir og Erla Hafsteinsdóttir spila gegn Amanda Mathiasen og Trine Christiansen frá Danmörku.

Skrifað 7. nóvember, 2009
mg