Fyrsti dagur á Iceland International

Ragna Ingólfsdóttir mætti sterk til leiks í einliðaleik kvenna en hún sat hjá í 1. umferð. Mætti hún dönskum mótherja Christinu Andersen í 2. umferð og vann í tveimur lotum 21:15 og 21:7

Kári Gunnarsson mætti Steinari Klausen frá Noregi beið lægri hlut 12:21 og 15:21.

Róbert Þór Henn mætti Róbert Georg frá Þýskalandi og beið einnig lægri hlut í tveimur lotum.

Þar með eru allir Íslendingarnir úr leik í einliðaleik karla. Í 8 liða úrslitum eru 5 frá Danmörku, Walesverji, Þjóðverji og Norðmaður.

Keppni hefst aftur í fyrramálið klukkan 10 með leikjum í 8 liða úrslitum í tvenndarleik. Síðan taka við leikir í einliða og tvíliðaleik karla og kvenna.

Skrifað 6. nóvember, 2009
mg