BH fyrirmyndarfélag ÍSÍ

Á BH-deginum, fjölskylduhátíð í tilefni 50 ára afmælis BH, fékk badmintondeild BH afhenda gæðaviðurkenningu Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands fyrir barna og unglingastarf.

Badmintondeild BH hefur því rétt til að kalla sig Fyrirmyndardeild ÍSÍ til næstu fjögurra ára.

Sigríður Jónsdóttir, stjórnarkona í Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands og fyrrverandi formaður Badmintonsambandsins, afhendi Herði Þorsteinssyni, formanni BH, og Önnur Lilju Sigurðardóttur, yfirþjálfara, gæðaviðurkenninguna.

50 ára afmæli BH, Anna Lilja Sigurðardóttir, Sigríður Jónsdóttir og Hörður Þorsteinsson
Skrifað 11. oktober, 2009
mg