Úrslit í TBR Opið

Um síðustu helgi var TBR Opið haldið.  Margir keppendur sem spiluðu á mótinu taka einnig þátt í Iceland International sem hefst á morgun. 

Í meistaraflokki sigraði í einliðaleik karla Atli Jóhannesson.  Í öðru sæti varð Arthúr Geir Jósefsson.  Arthúr mun keppa á Iceland við Christian Lind Thomsen sem er rankaður í fyrsta sæti í einliðaleik karla á Iceland. 

Í tvíliðaleik karla, meistaraflokki, sigruðu Bjarki Stefánsson og Daníel Thomsen.  Í öðru sæti urðu Arthúr Geir Jósefsson og Einar Óskarsson. 

Í einliðaleik kvenna, meistaraflokki, vann Ragna Ingólfsdóttir og í öðru sæti varð Snjólaug Jóhannsdóttir. 

Í tvíliðaleik kvenna báru Katrín Atladóttir og Ragna Ingólfsdóttir sigur úr bítum.  Í öðru sæti urðu Birgitta Rán Ásgeirsdóttir og Karitas Ósk Ólafsdóttir. 

Í meistaraflokki í tvenndarleik unnu Ragna Ingólfsdóttir og Daníel Thomsen.  Í öðru sæti urðu Atli Jóhannesson og Snjólaug Jóhannsdóttir.

Skrifað 5. nóvember, 2009
mg