Iceland - Einliðaleikur kvenna

Búast má við harðri keppni í einliðaleik kvenna á Iceland International ef marka má Yonex Dutch Open 2009 sem var í Hollandi í haust. 

Þá keppti Ragna Ingólfsdóttir við Helen Davies frá Englandi.  Leikur þeirra endaði í oddalotu sem Helen Davies vann 23-21, 18-21 og 21-15. 

Þær munu báðar keppa á Iceland International og það verður spennandi að fylgjast með þeim þar. 

Helen Davies er númer 74 á heimslistanum. 

Keppni í einliðaleik kvenna hefst klukkan 13:30 á föstudaginn.

Skrifað 4. nóvember, 2009
mg