Unglingalandslið U17 á leið til Slóveníu

Unglingalandsliðið skipað keppendum yngri en 17 ára heldur til Slóveníu í fyrramálið til að taka þátt í Evrópumeistaramóti U17. 

Lið Íslands skipa Thomas Þór Thomsen TBR, Kristinn Ingi Gunnarsson BH, Ólafur Örn Guðmundsson BH, Gunnar Bjarki Björnsson TBR, Elisabeth Christiansen TBR, Margrét Jóhannsdóttir TBR, María Árnadóttir TBR og Sara Högnadóttir TBR. 

Fararstjóri liðsins er Jóhann Kjartansson yfirþjálfari TBR en landsliðsþjálfarinn Árni Þór Hallgrímsson verður eftir á Íslandi með A-landsliði Íslands sem tekur þátt í Iceland International. 

Smellið hér til að fræðast meira um Evrópumeistaramótið í Slóveníu. 

Fréttir af gengi íslenska liðsins verða á heimasíðu BSÍ á meðan mótinu stendur.

Landslið U17 ásamt fararstjóra; Jóhann Kjartansson, Thomas Þór Thomsen, Kristinn Ingi Gunnarsson, Ólafur Örn Guðmundsson, Gunnar Bjarki Björnsson, Elisabeth Christiansen, Margrét Jóhannsdóttir, María Árnadóttir og Sara Högnadóttir.

Skrifað 3. nóvember, 2009
mg