Hörđ keppni á Iceland

Nú eru einungis rúmir 2 dagar þar til alþjóðlega mótið Iceland International hefst. 

Byrjað verður að keppa í undankeppni í einliðaleik karla og tvíliðaleik karla klukkan 9 á föstudagsmorguninn.  Klukkan 10:30 hefst síðan aðalmótið á tvenndarleik. 

40 erlendir keppendur eru skráðir á mótið og má búast við að Christian Lind Thomsen frá Danmörku sé sigurstranglegur í einliðaleik karla.  Thomsen er númer 49 á heimslistanum í einliðaleik karla. 

Í einliðaleik kvenna er Helen Davies frá Englandi mjög sterk en hún er númer 74 á heimslistanum. 

Undanúrslit verða seinni partinn á laugardaginn og úrslitaleikir verða spilaðir á sunnudaginn frá klukkan 10 til 14.

Smellið hér til að sjá niðurröðun og tímasetningar í mótinu.

Skrifađ 3. nóvember, 2009
mg