Byrjendamót í Keflavík á morgun

Á morgun er haldið byrjendamót í Keflavík, svokallað Sparisjóðsmót, í Toyotahöllinni. Mótið er fyrir aldursflokkana U11, U13 og U15 í B og C flokkum. 

Mótið er eingöngu fyrir þá sem hafa ekki unnið til verðlauna á sínum flokki eða fyrir sitt félag. 

Allir sem tapa fyrsta einliðaleik fara í aukaflokk. 

Alls eru skráðir 93 krakkar í mótið fyrir U13-U15 frá átta félögum, BH, Hamar, ÍA, Keflavík, KR, TBR, UMFA og Þór.  Keppni fyrir U13-U15 er frá klukkan 12 og fram eftir degi.  Smellið hér til að sjá niðurröðun og tímasetningar. 

Í flokki U11 verður svokallað spaðarugl þar sem allir keppa við alla, óháð kyni.  Spiluð er ein lota upp í 21.  Allir í þeim flokki fá verðlaun.  Keppni fyrir U11 er frá klukkan 10-12.

Skrifað 30. oktober, 2009
mg