Dómaranámskeið haldið á Íslandi

Dómaranámskeið á vegum Badminton Europe verður haldið á Íslandi um leið og Iceland International mótið fer fram, dagana 5. - 8. nóvember næstkomandi. 

Tíu dómarar munu sitja námskeiðið sem felst meðal annars í dómgæslu á Iceland International mótinu. 

Kennarar verða Carol Ui Fhearghail frá Englandi og Preben Noeies frá Danmörku. 

Íslenskir dómarar á námskeiðinu verða Árni Gestur Sigfússon, Haraldur Sigfússon, Helgi Jónsson, María Thors og Vignir Sigurðsson. 

Erlendir dómarar á námskeiðinu verða Sigve Paulsen frá Noregi, Jonathan Purvey frá Englandi, Gavin Smith frá Englandi, Ari Vartiainen frá Finnlandi og Ari Ääri frá Finnlandi. 

Námskeiðið hefst miðvikudagskvöldið 4. nóvember.

Skrifað 28. oktober, 2009
mg