Sigurvegarar á Óskarsmóti KR í tvíliđa- og tvenndarleik

Óskarsmót KR í tvíliða- og tvenndarleik fór fram í KR heimilinu í gær, sunnudaginn 25. október. 

Bræðurnir Helgi og Atli Jóhannessynir TBR sigruðu 21-10 og 21-8 í tvíliðaleik karla en þeir kepptu úrslitaleikinn við Egil Guðlaugsson ÍA og Róbert Þór Henn TBR. 

Í tvíliðaleik kvenna sigruðu Ragna Ingólfsdóttir og Katrín Atladóttir TBR 21-15 og 21-16 þær Birgittu Ásgeirsdóttur og Karitas Ósk Ólafsdóttur ÍA. 

Keppni í tvenndarleik lauk með sigri Helga Jóhannessonar og Elínar Þóru Elíasdóttur TBR á Daníel Thomsen og Rögnu Ingólfsdóttur TBR 21-16 og 21-15. 

Í A-flokki sigruðu Jónas Baldursson og Ívar Oddsson TBR Vigni Sigurðsson og Birki Stein Erlingsson TBR 21-17 og 28-26. 

Í tvíliðaleik kvenna í A-flokki sigruðu Margrét Jóhannsdóttir og Sara Högnadóttir TBR og í tvenndarleik í A-flokki stóðu Gunnar Bjarki Björnsson og Margrét Jóhannsdóttir TBR uppi sem sigurvegarar.

 

Óskarsmót KR 2009, tvíliða- og tvenndarleikur

 

Skrifađ 26. oktober, 2009
mg