Ragna í undanúrslitum í Búdapest

Íslandsmeistarinn Ragna Ingólfsdóttir sem nú er við keppni í Búdapest er komin í undanúrslit á Ungverska Opna mótinu. Átta liða úrslit voru leikin í morgun en þá sigraði Ragna sænsku stúlkuna Emilie Lennartsson. Ragna sagði að hún hefði fundið sig mjög vel í leiknum í dag og fannst hún spila vel enda sigraði hún Emilie mjög örugglega 21-14 og 21-8.

Undanúrslit mótsins verða leikin í kvöld en þá mætir Ragna tékknesku stúlkunni Martina Benesova. Sú tékkneska er önnur besta einliðaleikskona Tékka og er númer 108 á heimslistanum. Hægt er að fylgjast með úrslitum mótsins með því að smella hér.

Skrifað 3. nóvember, 2007
ALS