Ăfingab˙­irnar Ý fullum gangi

Æfingabúðir fyrir úrval krakka frá Færeyjum, Grænlandi og Íslandi standa nú yfir. 

Sextán erlendir krakkar eru í æfingabúðunum ásamt 8 íslenskum badmintonspilurum á aldrinum 11 til 16 ára. 

Dagskráin er þétt en æfingar standa frá klukkan 8:30 á morgnanna til klukkan 16:20 á daginn. 

Þjálfaranámskeið stendur einnig yfir og frá löndunum þremur eru 11 þjálfarar á námskeiðið.  Þessir þjálfarar þjálfa krakkana í æfingabúðunum auk þess sem þeir sitja tíma hjá yfirþjálfara námskeiðsins, Bjarne Nielsen. 

Bjarne er landsliðsþjálfari Grænlands auk þess sem hann er eigandi "Top Direct Badminton Academy" í Danmörku.  Hann hefur einnig þjálfað U22 landslið Dana.

 

Æfingabúðir, Færeyjar, Grænland, Ísland

 

Hægt er að nálgast myndir úr æfingabúðunum inni á myndasíðu BSÍ undir linknum "Heimsóknir erlendra þjálfara"

Skrifa­ 15. oktober, 2009
mg