Ragna og Helgi komust í undanúrslit í Kýpur International

Ragna og Helgi duttu út eftir undanúrslitaleik sinn í tvenndarleik á móti Henry Tam og Donna Haliday frá Nýja Sjálandi eftir oddaleik sem endaði 21-15, 11-21 og 19-21.  Þar með endaði þátttaka þeirra á mótinu. 

Tam og Haliday spila úrslitaleikinn á morgun á móti Richard Vaughan og Sarah Thomas frá Wales. 

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á mótinu. 

Helgi og Ragna halda nú til Amsterdam þar sem þau taka þátt í Yonex Dutch Open 2009.  Þau keppa bæði í einliðaleik auk þess sem þau keppa saman í tvenndarleik. 

Smellið hér til að fylgjast með Dutch Open.

Skrifað 10. oktober, 2009
mg